Fara í innihald

Spjall:Albert 2. Belgíukonungur

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  • Þetta æviágrip er um lifandi manneskju. Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum Wikipediu varðandi æviágrip lifandi fólks.
  • Ef þú ert viðfangsefni æviágripsins og hefur athugasemdir við það þá geturðu kynnt þér leiðbeiningar á síðunni grein um mig.
  • Þú getur gert athugasemd hér með því að hefja nýja umræðu

Áðan ég skifti nafnið tilbaka, ég vildi að spurja, á það að vera Albert II, ekki 2? ég er kominn frá Belgíu og ég hef ALDREI séð Albert 2, bara Albert II allsstaðar (í Brussel, Gent, svoleiðis) --Ice201 20:09, 6 júní 2007 (UTC)

Raðtölur á íslensku á víst alltaf að rita með punkti á eftir... og 2. (sbr. dönsku) er að mínu mati fallegra en II. (sbr. þýsku). Þótt hann sé titlaður Albert II á frönsku þá er hefð fyrir því að nota native (íslenskar) nafnavenjur yfir konunga, aðalsfólk o.fl. eins og gert er í flestum öðrum málum (t.d. í ensku, dönsku, þýsku, frönsku, ítölsku o.s.frv). Þess vegna verðum við að hafa punkt á eftir raðtölunni. Sjá t.d. spjall út af þessu hér --Akigka 20:33, 6 júní 2007 (UTC)

Já ok, skil. --Ice201 20:58, 6 júní 2007 (UTC)

Hmmm.. og ég er alfarið ósammála, enda var þetta ekki kennt svona í mínu ungdæmi, ég veit hins vegar til þess að málstöðin mælist til þess að hafa þetta eins og Akigka segir. Þetta er hins vegar eitt af mjög fáu, sem ég er ekki tilbúinn til að láta eftir þeim í neinu sem frá mér fer (án þess að ég ætli svo að gera veður út af þessu eða fara að breyta því á nokkurn hátt). Ég styð sem sagt Albert II (rómverskt og punktlaust) ef nokkur leitar míns álits. --Mói 21:26, 6 júní 2007 (UTC)
Áttaði mig ekki á að Íslensk málstöð mælti með hinu og finnst það styrkja málstað Áka en ég er samt sammála Móa um rómversku tölurnar af fagurfræðilegum ástæðum; ætla þó ekki að þræta. --Cessator 22:24, 6 júní 2007 (UTC)
Ég er alveg sammála því að rómversku tölurnar (án punkts) eru fallegri. Ég hafði alltaf staðið í þeirri meiningu að þær gætu staðið sem raðtölur án punkts en ef þessi punktur verður að vera þarna þá er ég frekar á því að nota arabískar tölur. (NB. Upphaflega fór þessi umræða fram hér) --Akigka 22:28, 6 júní 2007 (UTC)
Hahah, ég virðist hafa fundið þetta hjá íslenskri málstöð sjálfur og svo steingleymt því. --Cessator 22:33, 6 júní 2007 (UTC)
Íslensk málstöð notar rómverskar tölur sem raðtölur á kóngana, sjá http://www.ismal.hi.is/Ritreglur-070306.pdf grein númer 97. En þeir setja raðtölupunkt á eftir, sem mér finnst svo hrikalega smekklaust að ég neita að fylgja því svona persónulega. Dæmin sem þeir tilfæra eru: „Ætli Kristján X. og Hinrik VIII. hafi verið skyldir?“ og svo litlu síðar: „Elísabet I. var dóttir Hinriks VIII.“ Einnig eru þeir með raðtölupunktinn á eftir kaflanúmerum bóka og í kaflanúmerum í sínum eigin ritreglum (enda samkvæmir sjálfum sér). En þessi raðtölupunktur á eftir rómverskum raðtölum var ekki notaður í mínu ungdæmi og þá var beinlínis kennt í réttritun að ekki ætti að nota hann á eftir rómverskum raðtölum eins og í kónganúmerum. Hann hefur því alltaf skorið í mín augu. Kaflanúmer í bókum nota ýmist, en bækur sem eru með rómversk kaflanúmer án punkts skipta þúsundum í gegnum tíðina og eru líklega miklu fleiri en hinar sem hafa slíkan punkt (án þess að ég hafi nú gert fræðilega rannsókn á því!). --Mói 10:45, 8 júní 2007 (UTC)